Gangi ekki til lengdar að RÚV sé á auglýsingamarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 22:23 Illugi Gunnarsson vill RÚV af auglýsingamarkaði. Vísir Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi. Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi.
Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira