Ómögulegt að hætta núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk verðlaun í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum á Evrópumótinu í London. Hér er hún með annað silfrið sitt. Vísir/Anton Brink Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira