Biyombo fékk aldrei leyfi til að veifa puttanum eins og Mutombo | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. maí 2016 17:30 Bisback Biyombo er að spila stórvel fyrir Toronto. vísir/getty Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira