Biyombo fékk aldrei leyfi til að veifa puttanum eins og Mutombo | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. maí 2016 17:30 Bisback Biyombo er að spila stórvel fyrir Toronto. vísir/getty Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira