Einkavæðing án umræðu Stjórnarmaðurinn skrifar 25. maí 2016 09:30 Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira