Býður Nemendafélagið upp á beint streymi af kappræðunum sem sjá má hér fyrir neðan.
Fyrirkomulag fundarins er eftirfarandi:
Fundarstjóri stýrir fundi.
Þá sitja forseta frambjóðendur á stólum á sviðinu í stafrófsröð. Tveir míkrafónar verða til taks og verða frambjóðendur að láta þá ganga.
Í upphafi kynnir fundarstjóri fundinn og nöfn frambjóðenda.
Frambjóðendur koma upp og hafa tvær mínútur til að kynna sig, og einungis tvær mínútur.
Þegar að kynningarorðum frambjóðenda er lokið tekur við örstuttur dagskráarliður við þar sem já og nei spurningar verða bornar upp og frambjóðendur svara með því að lyfta upp grænu eða rauðu spjaldi.
Því næst tekur við umræða. Þar verða bornar upp þrjár víðar spurningar/umræðuefni og frambjóðendur geta rætt.
Þau umræðuefni sem eru á dagskrá verða rædd í 10-15 mínútur og eru eftirfarandi:
- Hvað er sterkur forseti ?
- Er eðlilegt að forseti sé pólitískur og beiti sér fyrir ákveðnum málum?
- Finnst þér mikilvægt að forseti Íslands standi vörð um kristin gildi og sé í þjóðkirkjunni?
Hver og einn frambjóðandi hefur ákveðið langan tíma í heildina til að taka þátt í umræðunni og svara spurningum og einungis þann tíma.
Því verða frambjóðendur að vera hnitmiðaðir og skýrir bæði í umræðu og svörum. Þeir ráðstafa tíma sínum á eigin vegu en tímaverðir halda yfirlit svo allir fái jöfn tækifæri til svara.
Tímaverðir hringja bjöllu fyrir hverja mínútu eftir að frambjóðandi hefur tekið til máls svo hann geti fylgst með tímanum