Hetja Selfyssinga: „Tilfinningin gæti varla verið betri“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 22:31 Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24