Erlent

G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel, Barack Obama, Shinzō Abe og Francois Hollande, leiðtogar Þýskalands, Bandaríkjanna, Japan og Frakklands.
Angela Merkel, Barack Obama, Shinzō Abe og Francois Hollande, leiðtogar Þýskalands, Bandaríkjanna, Japan og Frakklands. Vísir/EPA
Þjóðarleiðtogar G7 ríkjanna ákváðu í dag að nauðsynlegt væri að senda Kínverjum skýr skilaboð varðandi deilurnar í Suður-Kínahafi. Kínverjar eiga þar í deilum við Japan og aðra nágranna sína um yfirráðasvæði á stóru hafsvæði sem Kína hefur gert tilkall til.

Shinzō Abe, forsætisráðherra Japan, sagði í dag að Japan setti sig alfarið á móti því að valdi væri breytt til að breyta ástandinu. Hann fór eftir því að farið væri eftir alþjóðalögum. Bandaríkin áréttuðu líka áhyggjur sínar vegna aðgerða Kína í Suður-Kínahafi.

Kínverjar hafa komið vopnum fyrir á mannbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi.Vísir/GraphicNews
Kínverjar hafa byggt eyjur á miðju hafsvæðinu og byggt þar upp flugbrautir og aðstöðu fyrir hermenn. Vopnum og ratsjám hefur verið komið fyrir á eyjunum.

Hua Chunying, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, segir í samtali við Reuters fréttaveituna, að Suður-Kínahaf hafi ekkert að gera með aðildarþjóðir G7. (Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin).

„Kína er alfarið á móti því að einstakar þjóðir fari að magna upp ástandið í Suður-Kínahafi vegna eigin hagsmuna.“

Ræddu einnig Norður-Kóreu

Leiðtogarnir ræddu einnig kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði yfirvöld einræðisríkisins vera staðráðin í að koma upp kjarnorkuvopnum og Abe sagði það ógna heiminum öllum.

Hann sagði að það þyrfti að koma stjórnvöldum í Pyonyang í skilning um að framtíð Norður-Kóreu væri ekki björt með kjarnorkuvopnum.

Hér fyrir neðan má sjá útskýringu Wall Street Journal á deilunum í Suður-Kínahafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×