Búinn að tryggja sér tilnefningu Birta Björnsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:30 AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira