Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:57 Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016 Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira