Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 10:51 Engin lausn virðist vera í sjónmáli. Vísir/Heiða/GVA Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48