Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina 28. maí 2016 21:30 Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira