Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:04 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent