Halla: Forseti sem hefur setið í tuttugu ár á ekki að velja eftirmann sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2016 19:22 Halla Tómasdóttir í myndveri hjá Birni Inga. vísir/anton „Ég held að það sé ekki rétt að einhver sem hefur setið í forsetastóli í tuttugu ár eigi að velja hverjir uppfylla skilyrði til að taka við af honum. Ólafur hefur staðið sig vel en ég er þeirrar skoðunar að það vanti ekki forseta fortíðar heldur forseta með framtíðarsýn,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframfjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Halla mætti í þáttinn ásamt Andra Snæ Magnasyni og ræddi þar við Björn Inga Hrafnsson um forsetaembættið, hennar sýn á það og hvernig hefði þótt kosningabaráttan hafa gengið hingað til. „Ég hef, líkt og Andri, farið um allt land og hitt marga. Það er alveg sama hvert ég kem alltaf talar fólk um það sama. Það talar um neikvætt andrúmsloft og vanlíðan.“ Halla telur að þeir hlutir séu afleiðingar hrunsins en það hafi ekki síður verið andlegt heldur en efnahagslegt. Til að græða þessi sár þurfi allir íbúar landsins að taka höndum saman og vera til fyrirmyndar því „samfélag sem þrífst á ofbeldi, einelti og rætni lætur öllum líða illa.“ „Ég hef starfað með fólki alla mína tíð. Einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi, þú veist að slík manneskja mun ekki ná að blómstra. Samfélagið er eins. Samfélag undir álögum neikvæðni nær ekki að blómstra.“ Hún telur að við verðum að horfa til framtíðar, virða jafnrétti kynjanna í hvívetna, tala af virðingu um hvort annað og tryggja réttlátt samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd.Hefur gert árin fyrir hrun upp Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá árinu 2006 fram á haustmánuði 2007. Björn Ingi spurði Höllu meðal annars út í tillögur ráðsins frá þeim tíma er Halla var framkvæmdastjóri þeirra og þá hvort hún væri sammála öllu sem fram kom í þeim. Þar var meðal annars gert ráð fyrir auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. „Ég hef gert þennan tíma upp sjálf prívat og persónulega,“ sagði Halla. Hún bætti því við að hún hefði aldrei verið sammála þeim fyrirtækjum og félögum sem hún starfaði hjá í einu og öllu. Það hefði átt við jafnt „þá sem nú“. Hún hafi hins vegar lært mikið á þessum tíma. „Mér líkaði ekki margt það sem ég sá þarna og árið 2007 stofnaði ég fyrirtæki á grundvelli annarra gilda sem vakti athygli um allan heim.“ Halla telur að við höfum ekki lært nóg af hruninu og margt virðist vera áþekkt því andrúmslofti sem þá var uppi. „Fólk þurfti ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetaframbjóðandinn. Hún benti á að menn, sem hefðu verið á himinháum launum því þeir áttu að bera ábyrgð, hafi flúið frá skyldum sínum þegar fór að halla undan fæti. Á endanum hafi þeir ekki borið nægilega ábyrgð. „Við þurfum að hafa hugrekki og bjartsýni að leiðarljósi og við eigum að stefna að því að vera fyrirmynd annarra. Hér er allt til staðar til að allir geti átt gott og gjöfult líf.“ Þá sagði hún að hún hefði ekki áhuga á því að setjast á þing ef hún næði ekki kjöri sem forseti. Þá telur hún að forseti eða forsetaframbjóðandi eigi ekki að hafa skoðun á því hvort kosningar verði í haust eða vor. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19 Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25 Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
„Ég held að það sé ekki rétt að einhver sem hefur setið í forsetastóli í tuttugu ár eigi að velja hverjir uppfylla skilyrði til að taka við af honum. Ólafur hefur staðið sig vel en ég er þeirrar skoðunar að það vanti ekki forseta fortíðar heldur forseta með framtíðarsýn,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframfjóðandi, í Eyjunni á Stöð 2. Halla mætti í þáttinn ásamt Andra Snæ Magnasyni og ræddi þar við Björn Inga Hrafnsson um forsetaembættið, hennar sýn á það og hvernig hefði þótt kosningabaráttan hafa gengið hingað til. „Ég hef, líkt og Andri, farið um allt land og hitt marga. Það er alveg sama hvert ég kem alltaf talar fólk um það sama. Það talar um neikvætt andrúmsloft og vanlíðan.“ Halla telur að þeir hlutir séu afleiðingar hrunsins en það hafi ekki síður verið andlegt heldur en efnahagslegt. Til að græða þessi sár þurfi allir íbúar landsins að taka höndum saman og vera til fyrirmyndar því „samfélag sem þrífst á ofbeldi, einelti og rætni lætur öllum líða illa.“ „Ég hef starfað með fólki alla mína tíð. Einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi, þú veist að slík manneskja mun ekki ná að blómstra. Samfélagið er eins. Samfélag undir álögum neikvæðni nær ekki að blómstra.“ Hún telur að við verðum að horfa til framtíðar, virða jafnrétti kynjanna í hvívetna, tala af virðingu um hvort annað og tryggja réttlátt samfélag sem gæti verið öðrum fyrirmynd.Hefur gert árin fyrir hrun upp Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá árinu 2006 fram á haustmánuði 2007. Björn Ingi spurði Höllu meðal annars út í tillögur ráðsins frá þeim tíma er Halla var framkvæmdastjóri þeirra og þá hvort hún væri sammála öllu sem fram kom í þeim. Þar var meðal annars gert ráð fyrir auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. „Ég hef gert þennan tíma upp sjálf prívat og persónulega,“ sagði Halla. Hún bætti því við að hún hefði aldrei verið sammála þeim fyrirtækjum og félögum sem hún starfaði hjá í einu og öllu. Það hefði átt við jafnt „þá sem nú“. Hún hafi hins vegar lært mikið á þessum tíma. „Mér líkaði ekki margt það sem ég sá þarna og árið 2007 stofnaði ég fyrirtæki á grundvelli annarra gilda sem vakti athygli um allan heim.“ Halla telur að við höfum ekki lært nóg af hruninu og margt virðist vera áþekkt því andrúmslofti sem þá var uppi. „Fólk þurfti ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetaframbjóðandinn. Hún benti á að menn, sem hefðu verið á himinháum launum því þeir áttu að bera ábyrgð, hafi flúið frá skyldum sínum þegar fór að halla undan fæti. Á endanum hafi þeir ekki borið nægilega ábyrgð. „Við þurfum að hafa hugrekki og bjartsýni að leiðarljósi og við eigum að stefna að því að vera fyrirmynd annarra. Hér er allt til staðar til að allir geti átt gott og gjöfult líf.“ Þá sagði hún að hún hefði ekki áhuga á því að setjast á þing ef hún næði ekki kjöri sem forseti. Þá telur hún að forseti eða forsetaframbjóðandi eigi ekki að hafa skoðun á því hvort kosningar verði í haust eða vor.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19 Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25 Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00
Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. 27. maí 2016 15:19
Halla telur að hlutirnir geti breyst mikið þegar samtal milli frambjóðenda hefst Hún hefur fulla trú á sínu framboði en hún mælist með 2,2 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. 25. maí 2016 11:25
Andri Snær: Miður að þurfa að skapa núning til að fá umfjöllun Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir voru meðal gesta í Eyjunni. 29. maí 2016 18:37