Gullhelgi hjá Hrafnhildi í Bergen
Hrafnhildur vann allar þrjár bringusundsgreinarnar á mótinu en hún var ekki eins íslenska sundkonan sem vann til verðlauna.
Eygló ósk Gústafsdóttir vann silfurverðlaun í öllum þremur baksundsgreinum og Bryndís Rún Hansen fékk silfur í 50 metra flugsundi.
Sigurtímar Hrafnhildar Lúthersdóttur voru 31.20 sekúndur (50 metra bringusund), 1:07,74 mínútur (100 metra bringusund) og 2:26,37 mínútur (200 metra bringusund).
Tímar Eyglóar Óskar í baksundunum voru 28,75 sekúndur í 50 metra baksundi þar sem hún var nálægt Íslandsmeti (28,61 sekúndur) en synti 100 baksund á 1:02,13 mínútum og 200 metra baksund á 2:13,41 mínútur.
Bryndís Rún Hansen synti á 27,80 sekúndum í silfursundinu sínu.
Tengdar fréttir
Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu.
Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London.
Ómögulegt að hætta núna
Sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir var ekki viss um framtíð sína í íþróttinni fyrir tveimur árum en nú stefnir þessi þrefaldi verðlaunahafi frá EM í 50 metra laug á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Ríó.
Hrafnhildur: Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur hún var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið.
Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu.
Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu.