NBA: Westbrook frábær og OKC komið í 3-2 á móti Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 06:47 Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur tryggt sér sigur á San Antonio Spurs og sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í næsta leik eftir 95-91 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook átti frábæran leik en hann var með 35 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Kevin Durant var með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. „Við náðum stoppum í vörninni og Russ var eins og vitfirringur í kvöld sem hélt okkur inn í leiknum," sagði Kevin Durant eftir leikinn. San Antonio Spurs var 88-82 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Westbrook tók þá yfir og var með 7 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á síðustu fjórum mínútunum sem OKC vann 13-3. Oklahoma City Thunder tapaði mjög illa í fyrsta leik einvígisins en hefur síðan unnið 3 af 4 leikjum þar af tvo þeirra á heimavelli San Antonio Spurs. San Antonio Spurs vann 40 af 41 heimaleik sínum á tímabilinu en Oklahoma City Thunder hefur nú sýnt gríðarlegan styrk með því að vinna tvo leiki í röð á heimavelli Spurs. „Ég vona að við komum svolítið reiðir til baka og með það markmið að sýna og sanna hvað við getum. Ef við viljum verða meistaralið þá þurfum við að vinna á útivelli," sagði Danny Green hjá San Antonio Spurs. Spurs-liðið réði ekki við þá Russell Westbrook og Kevin Durant sem með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu áttu þátt í 80 af 95 stigum Thunder-liðsins í leiknum í nótt.San Antonio Spurs var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, og með þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 72-69. Oklahoma City Thunder vann fjórða leikhlutann aftur á móti 26-19 og tryggði sér gríðarlega mikilvægan sigur. Það skipti frákastabaráttan miklu máli en OKC vann fráköstin 54-36. „Lykilatriði var að láta finna fyrir sér. Ég og Steven ætluðum bara að ná öllum fráköstum í boði. Það gekk vel hjá okkur báðum," sagði Enes Kanter sem var með 13 fráköst en Steven Adams bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. Oklahoma City Thunder átti því þrjá frákstahæstu leikmenn vallarins í nótt því Russell Westbrook tók einnig 11 fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta og þeir LaMarcus Aldridge og Danny Green skoruðu báðir 20 stig. Þríeykið Tony Parker (9), Tim Duncan (5) og Manu Ginobili (3) skoruðu hinsvegar bara 17 stig saman en þeir klikkuðu á 16 af 22 skotum sínum í leiknum. Útlitið er heldur ekkert alltof bjart fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. Spurs hefur nefnilega síðan hann tók við tapað 10 af 12 leikjum sínum þegar þeir eru á útivelli og eiga það á hættu að vera sendir í sumarfrí.- Staðan í einvígunum í úrslitakeppni NBA 2016 -Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 2-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 3-1 Portland Trail Blazers San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti