Sigmundur Davíð opnar bókhaldið Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. maí 2016 07:43 Anna SIgurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum. Vísir/Valli Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43
Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30