Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Snærós Sindradóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Bessastaðir Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent