Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2016 06:00 Unnur fagnar með Írisi Björk í leik gegn Stjörnunni. vísir/Anton brink „Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira