Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2016 14:12 Guðrún og Sigurbjörn skila listunum í ráðhúsinu. vísir/vilhelm Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42
Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00