Forystumenn fylkinga í Brexit kosningunum að fara á taugum Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2016 19:45 Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton. Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton.
Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43
Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20
Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37
Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00