Lífið

Davíð vill að þjóðin fái sig ódýrt og Twitter býður upp á nokkur sparnaðarráð til viðbótar

Birgir Olgeirsson skrifar
Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni.
Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton
Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt.

Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri.

Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið.

Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.

Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti

Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.

Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.

Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: 






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×