Innlent

Laun forseta hækkað sem nemur umbeðnum lágmarkslaunum frá hruni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forseti Íslands hefur engar athugasemdir gert varðandi laun sín að sögn forsetaritara.
Forseti Íslands hefur engar athugasemdir gert varðandi laun sín að sögn forsetaritara. Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur hækkað í launum um rétt rúmlega 290 þúsund krónur frá hruni sem svarar til um 16 prósenta launahækkunar. Hækkunin er sambærileg í krónutölum við hækkun launa forsætisráðherra og annarra ráðherra. Þegar litið er til hlutfallslegrar hækkunar situr forsetinn hins vegar eftir enda með tæplega tvöföld laun forsætisráðherra svo dæmi sé tekið.



Í umfjöllun DV í dag kemur fram að laun forseta Íslands séu rúmlega 2,1 milljón króna en var rúmlega 1,8 milljón króna frá áramótum 2009. Á sama tíma hafa laun forsætisráðherra hækkað úr 935 þúsund krónum í tæplega 1,3 milljónir króna eða um 337 þúsund krónur. Svarar það til 36% hækkunar.

Útreikningar DV eru byggðir á launatöflu kjararáðs frá 1. janúar 2009 til 1. febrúar 2014.

Sem kunnugt er gerir Starfsgreinasamband Íslands þá kröfu um að lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði verði 300 þúsund krónur miðað við fullt starf. Þess er krafist að breytingin verði gerð innan þriggja ára. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er fylgjandi tillögu SGS ef marka má skoðanakönnun Gallup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×