Grótta toppaði á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. maí 2016 06:00 Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lyfta Íslandsbikarnum í Garðabænum fyrir Gróttu. vísir/Andri Marinó Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53