Diego Costa, Juan Mata og Fernando Torres úti í kuldanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2016 10:57 Fernando Torres fagnar sigri á EM 2012 með fjölskyldu sinni. Vísir/Getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverjar, hefur gefið út hvaða 25 leikmenn verða í æfingahóp hans fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst eftir 24 daga. Del Bosque valdi tvo aukamenn í hópinn en aðeins 23 leikmenn mega vera í lokahóp þjóðanna á Evrópumótinu. Del Bosque þarf að tilkynna lokahópinn inn fyrir 31. maí. Það vekur vissulega mestu athyglina að Diego Costa, framherji Chelsea, Fernando Torres, framherji Atlético Madrid og Juan Mata, miðjumaður Manchester United eru allir út í kuldanum og fá ekki að vera með á EM. Fernando Torres hefur verið fastamaður hjá Atlético Madrid en hann hefur skorað í síðustu tveimur úrslitaleikjum EM þar sem Spánverjar hafa fagnað sigri í bæði skiptin. Diego Costa er að glíma við meiðsli og það hafði örugglega mikil áhrif á það af hverju hann er ekki með. Það eru tveir nýliðar í hópnum eða þeir Saúl hjá Atlético Madrid og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Saúl ssló í gegn með Atlético Madrid í Meistaradeildinni og skoraði meðal annars magnað mark eftir mikið einstaklingsframtak í fyrri leiknum á móti Bayern München. Menn eins og þeir Bruno hjá Villarreal, Mikel San José hjá Athletic Bilbao og Aritz Aduriz hjá Athletic Bilbao eru heldur ekki búnir að spila marga landsleiki fyrir Spán. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á mótinu á móti Tékkum 13. júní en fram að því mæta þeir Frakklandi (29. maí), Bosníu (1. júní) og Suður-Kóreu (7. júní) í vináttulandsleikjum.25 manna æfingahópur Spánverja fyrir EM 2016:Markverðir Iker Casillas (Oporto) David de Gea (Manchester United) Sergio Rico (Sevilla)Varnarmenn Dani Carvajal (Real Madrid) Juanfran (Atlético) Gerard Piqué (Barcelona) Sergio Ramos (Real Madrid) Marc Bartra (Barcelona) Jordi Alba (Barcelona) César Azpilicueta (Chelsea)Miðjumenn Mikel San José (Athletic) Bruno (Villarreal) Koke (Atlético) Saúl (Atlético) Thiago (Bayern) Silva (Manchester City) Lucas Vázquez (Real Madrid) Sergio Busquets (Barcelona) Cesc Fàbregas (Chelsea) Andrés Iniesta (Barcelona) Isco (Real Madrid)Sóknarmenn Nolito (Celta) Pedro (Chelsea) Álvaro Morata (Juventus) Aritz Aduriz (Athletic) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverjar, hefur gefið út hvaða 25 leikmenn verða í æfingahóp hans fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst eftir 24 daga. Del Bosque valdi tvo aukamenn í hópinn en aðeins 23 leikmenn mega vera í lokahóp þjóðanna á Evrópumótinu. Del Bosque þarf að tilkynna lokahópinn inn fyrir 31. maí. Það vekur vissulega mestu athyglina að Diego Costa, framherji Chelsea, Fernando Torres, framherji Atlético Madrid og Juan Mata, miðjumaður Manchester United eru allir út í kuldanum og fá ekki að vera með á EM. Fernando Torres hefur verið fastamaður hjá Atlético Madrid en hann hefur skorað í síðustu tveimur úrslitaleikjum EM þar sem Spánverjar hafa fagnað sigri í bæði skiptin. Diego Costa er að glíma við meiðsli og það hafði örugglega mikil áhrif á það af hverju hann er ekki með. Það eru tveir nýliðar í hópnum eða þeir Saúl hjá Atlético Madrid og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Saúl ssló í gegn með Atlético Madrid í Meistaradeildinni og skoraði meðal annars magnað mark eftir mikið einstaklingsframtak í fyrri leiknum á móti Bayern München. Menn eins og þeir Bruno hjá Villarreal, Mikel San José hjá Athletic Bilbao og Aritz Aduriz hjá Athletic Bilbao eru heldur ekki búnir að spila marga landsleiki fyrir Spán. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á mótinu á móti Tékkum 13. júní en fram að því mæta þeir Frakklandi (29. maí), Bosníu (1. júní) og Suður-Kóreu (7. júní) í vináttulandsleikjum.25 manna æfingahópur Spánverja fyrir EM 2016:Markverðir Iker Casillas (Oporto) David de Gea (Manchester United) Sergio Rico (Sevilla)Varnarmenn Dani Carvajal (Real Madrid) Juanfran (Atlético) Gerard Piqué (Barcelona) Sergio Ramos (Real Madrid) Marc Bartra (Barcelona) Jordi Alba (Barcelona) César Azpilicueta (Chelsea)Miðjumenn Mikel San José (Athletic) Bruno (Villarreal) Koke (Atlético) Saúl (Atlético) Thiago (Bayern) Silva (Manchester City) Lucas Vázquez (Real Madrid) Sergio Busquets (Barcelona) Cesc Fàbregas (Chelsea) Andrés Iniesta (Barcelona) Isco (Real Madrid)Sóknarmenn Nolito (Celta) Pedro (Chelsea) Álvaro Morata (Juventus) Aritz Aduriz (Athletic)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira