Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 1-1 | Mark Baldurs dugði ekki til gegn gömlu félögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 21:45 Grétar Sigfinnur Sigurðarson á sínum gamla heimavelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjörnumenn eru á toppi Pepsi-deildar karla ásamt Víkingi frá Ólafsvík eftir 1-1 jafntefli gegn KR í 4. umferðinni sem lauk í kvöld. Baldur Sigurðsson skoraði snemma leiks gegn sínum gömlu félögum og var svo í eldlínunni þegar KR-ingar jöfnuðu metin með umdeildu marki Indriða Sigurðssonar. KR-ingar áttu hins vegar að minnsta kosti stig skilið en þeir voru líklegri til að setja mark og landa stigunum þremur. Af hverju varð jafntefli? Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af gífurlegri baráttu og fór lítið fyrir opnum færum. Mark gestanna kom eftir fast leikatriði og sömuleiðis jöfnunarmark KR þar sem svo virðist sem brotið hafi verið á Stjörnumönnum. Hvorugt liðið vildi tapa þessum leik og hvorugur þjálfarinn grætur eitt stig. Bæði lið eru taplaus þótt KR-ingar væru til í að hafa nokkur stig í viðbót. Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson er martröð íslenskra varnarmanna. Hann gerði Skúla Jóni sérstaklega en einnig öðrum varnarmönnum KR lífið leitt í kvöld. Baldur Sigurðsson var fastur fyrir á miðju Stjörnunnar og skoraði mikilvægt reynslumark. Pálmi Rafn átti ágætan leik á miðju KR-inga og sömu sögu er að segja af Óskari Erni sem nær ágætlega saman við Morten Beck í hægri bakverðinum. Hvað gekk illa? Spil manna á milli gekk illa í fyrri hálfleiknum þegar ljóst var að menn ætluðu ekki að taka neina áhættu. Duwayne Kerr missti boltann í jöfnunarmarki KR og jafnvel þótt brotið hafi verið á honum á Jamaíkamaðurinn að geta haldið betur í boltann. Hann var heppinn að gefa ekki Óskari Erni mark skömmu síðar þegar hann missti á ný fyrirgjöf frá sér. Gæði á síðasta þriðjungi vantaði en það skrifast að einhverju leyti á völlinn. Menn komust í ágæt skotfæri en yfirleitt vantaði kraftinn og sömuleiðis síðustu sendingu fyrir markið, eða kænsku að menn kæmu félögum í skotfæri. Hvað gerist næst? KR-ingar halda í Kópavoginum og mæta særðum Blikum sem töpuðu gegn nýliðum Þróttar í kvöld. Svartir og hvítir eru taplausir en þurfa að fjölga sigurleikjum. KR-ingum óx ásmegin í kvöld og eru til alls vísir gegn Blikum. Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn á teppið í leik sem mætti kenna við sex stig. Líklegt má telja að um svipaðan leik verði að ræða og í kvöld þar sem hvorugt liðið vill tapa. Bæði lið ætla sér titilinn og því ljóst að stálinn stinn munu mætast. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var ólíklegur markaskorari í kvöld.vísir/ernir Indriði um markið: Breytir því ekki að við áttum stigið skilið „Það var bara klafs, boltinn dettur fyrir mig og ég sparka honum inn. Þetta var ekki fallegasta markið. Svokölluð skófla,“ sagði Indriði Sigurðson, miðvörður og fyrirliði KR, um jöfnunarmark sitt gegn Stjörnunni í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjörnumenn voru æfir og töldu Indriða hafa brotið af sér. Baldur Sigurðsson var á því að Indriði hefði ýtt í bakið á sér af krafti sem hefði leitt til þess að Baldur hafnaði á Duwayne Kerr sem missti boltann fyrir fætur Indriða. „Ég meina, það er alltaf kontakt inni í teig og ég hefði örugglega ekki verið sáttur ef þetta hefði gerst á hinum endanum. En svona gerist bara. Leikmenn taka rangar ákvarðanir, dómarar taka rangar ákvarðanir og það kostar oft. Það breytir því ekki að við áttum stigið skilið og jafnvel meira.“ Indriði var sáttur við spilamennsku KR-inga og taldi sína menn hafa stjórnað leiknum að stærstum hluta. Illa hefði hins vegar gengið að skapa færi og því fór sem fór. Baldur Sigurðsson: Indriði ýtir mjög fast á mig Baldur Sigurðsson, markaskorari Stjörnunnar í 1-1 jafnteflinu gegn KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, var svekktur með eitt stig úr leiknum. Baldur skoraði eftir aðeins fimm mínútur og var aftur í eldlínunni þegar KR-ingar jöfnuðu metin í seinni hálfleik með marki Indriða Sigurðssonar. Vallargestum sýndist Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, hreinlega missa fyrirgjöf Óskars Arnar klaufalega fyrir fætur Indriði. Stjörnumenn mótmæltu þó harðlega. „Það er mjög súrt að þurfa að missa þetta niður í jafntefli vegna mistaka dómara,“ sagði Baldur og útskýrði nánar: „Allir sem horfðu á þetta hafa séð þetta. Indriði ýtir mjög fast á mig í bakið með báðum höndum þannig að ég fer í Duwayne sem að missir jafnvægið og boltann. Þetta er frekar súrt,“ sagði Baldur. „En svona er fótboltinn. What goes around, comes around. Ég ætla ekki að fara að væla yfir þessu en þetta er samt súrt. Við lögðum svo gríðarlega mikla vinnu í leiknum og þetta var að ganga fullkomlega upp. Við héldum þeim frá öllum færum í leiknum.“ Baldur sagði leik Stjörnumanna hafa gengið fullkomlega upp. „Leikáætlunin var að vera mjög þéttir og fá ekki á sig mark. Við vorum mjög þéttir í þessum leik, leyfðum KR að hafa boltann. Þeir svo sem spiluðu vel í dag en það var líka það sem við ætluðum að gera.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefánBjarni Guðjóns: „Þetta er grautfúlt“„Leikurinn þróaðist eins og við bjuggumst við. Þeir voru nánast eingöngu í því að þruma boltanum aftur fyrir vörnina og breika á okkur. Lítið um spil af þeirra hálfu,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, eftir leik.„Mér fannst við ná góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik. Komast í fínar stöður og skapa nokkur ágætisfæri. Þetta er grautfúlt að taka ekki öll þrjú stigin.“KR-ingar eru ósigraðir í deildinni með sex stig eftir fjóra leiki. Bjarni er þó ekki sáttur við uppskeruna stigalega séð.„Nei, við erum það ekki.“ Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernirRúnar Páll: Förum sáttir heim „Já, það er fínt að fá eitt stig. Við förum sáttir heim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Uppleggið hjá okkur var að koma boltanum fram og vinna hann þar. Við gátum ekkert mikið verið að spila boltanum í gegnum miðjuna. Síðan þróast leikurinn bara svona.“Sex spjöld fóru á loft í leiknum sem var á köflum mjög harður.„Hann hleypti þessu upp í smá baráttu, dómarinn. Leikmenn voru mjög æstir og gíraðir. Völlurinn býður ekki upp á neinn sambafótbolta. Við það verður stöðubarátta á vellinum. Sem betur fer meiddist enginn.“ Baldur í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Stjörnumenn eru á toppi Pepsi-deildar karla ásamt Víkingi frá Ólafsvík eftir 1-1 jafntefli gegn KR í 4. umferðinni sem lauk í kvöld. Baldur Sigurðsson skoraði snemma leiks gegn sínum gömlu félögum og var svo í eldlínunni þegar KR-ingar jöfnuðu metin með umdeildu marki Indriða Sigurðssonar. KR-ingar áttu hins vegar að minnsta kosti stig skilið en þeir voru líklegri til að setja mark og landa stigunum þremur. Af hverju varð jafntefli? Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af gífurlegri baráttu og fór lítið fyrir opnum færum. Mark gestanna kom eftir fast leikatriði og sömuleiðis jöfnunarmark KR þar sem svo virðist sem brotið hafi verið á Stjörnumönnum. Hvorugt liðið vildi tapa þessum leik og hvorugur þjálfarinn grætur eitt stig. Bæði lið eru taplaus þótt KR-ingar væru til í að hafa nokkur stig í viðbót. Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson er martröð íslenskra varnarmanna. Hann gerði Skúla Jóni sérstaklega en einnig öðrum varnarmönnum KR lífið leitt í kvöld. Baldur Sigurðsson var fastur fyrir á miðju Stjörnunnar og skoraði mikilvægt reynslumark. Pálmi Rafn átti ágætan leik á miðju KR-inga og sömu sögu er að segja af Óskari Erni sem nær ágætlega saman við Morten Beck í hægri bakverðinum. Hvað gekk illa? Spil manna á milli gekk illa í fyrri hálfleiknum þegar ljóst var að menn ætluðu ekki að taka neina áhættu. Duwayne Kerr missti boltann í jöfnunarmarki KR og jafnvel þótt brotið hafi verið á honum á Jamaíkamaðurinn að geta haldið betur í boltann. Hann var heppinn að gefa ekki Óskari Erni mark skömmu síðar þegar hann missti á ný fyrirgjöf frá sér. Gæði á síðasta þriðjungi vantaði en það skrifast að einhverju leyti á völlinn. Menn komust í ágæt skotfæri en yfirleitt vantaði kraftinn og sömuleiðis síðustu sendingu fyrir markið, eða kænsku að menn kæmu félögum í skotfæri. Hvað gerist næst? KR-ingar halda í Kópavoginum og mæta særðum Blikum sem töpuðu gegn nýliðum Þróttar í kvöld. Svartir og hvítir eru taplausir en þurfa að fjölga sigurleikjum. KR-ingum óx ásmegin í kvöld og eru til alls vísir gegn Blikum. Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn á teppið í leik sem mætti kenna við sex stig. Líklegt má telja að um svipaðan leik verði að ræða og í kvöld þar sem hvorugt liðið vill tapa. Bæði lið ætla sér titilinn og því ljóst að stálinn stinn munu mætast. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var ólíklegur markaskorari í kvöld.vísir/ernir Indriði um markið: Breytir því ekki að við áttum stigið skilið „Það var bara klafs, boltinn dettur fyrir mig og ég sparka honum inn. Þetta var ekki fallegasta markið. Svokölluð skófla,“ sagði Indriði Sigurðson, miðvörður og fyrirliði KR, um jöfnunarmark sitt gegn Stjörnunni í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjörnumenn voru æfir og töldu Indriða hafa brotið af sér. Baldur Sigurðsson var á því að Indriði hefði ýtt í bakið á sér af krafti sem hefði leitt til þess að Baldur hafnaði á Duwayne Kerr sem missti boltann fyrir fætur Indriða. „Ég meina, það er alltaf kontakt inni í teig og ég hefði örugglega ekki verið sáttur ef þetta hefði gerst á hinum endanum. En svona gerist bara. Leikmenn taka rangar ákvarðanir, dómarar taka rangar ákvarðanir og það kostar oft. Það breytir því ekki að við áttum stigið skilið og jafnvel meira.“ Indriði var sáttur við spilamennsku KR-inga og taldi sína menn hafa stjórnað leiknum að stærstum hluta. Illa hefði hins vegar gengið að skapa færi og því fór sem fór. Baldur Sigurðsson: Indriði ýtir mjög fast á mig Baldur Sigurðsson, markaskorari Stjörnunnar í 1-1 jafnteflinu gegn KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, var svekktur með eitt stig úr leiknum. Baldur skoraði eftir aðeins fimm mínútur og var aftur í eldlínunni þegar KR-ingar jöfnuðu metin í seinni hálfleik með marki Indriða Sigurðssonar. Vallargestum sýndist Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, hreinlega missa fyrirgjöf Óskars Arnar klaufalega fyrir fætur Indriði. Stjörnumenn mótmæltu þó harðlega. „Það er mjög súrt að þurfa að missa þetta niður í jafntefli vegna mistaka dómara,“ sagði Baldur og útskýrði nánar: „Allir sem horfðu á þetta hafa séð þetta. Indriði ýtir mjög fast á mig í bakið með báðum höndum þannig að ég fer í Duwayne sem að missir jafnvægið og boltann. Þetta er frekar súrt,“ sagði Baldur. „En svona er fótboltinn. What goes around, comes around. Ég ætla ekki að fara að væla yfir þessu en þetta er samt súrt. Við lögðum svo gríðarlega mikla vinnu í leiknum og þetta var að ganga fullkomlega upp. Við héldum þeim frá öllum færum í leiknum.“ Baldur sagði leik Stjörnumanna hafa gengið fullkomlega upp. „Leikáætlunin var að vera mjög þéttir og fá ekki á sig mark. Við vorum mjög þéttir í þessum leik, leyfðum KR að hafa boltann. Þeir svo sem spiluðu vel í dag en það var líka það sem við ætluðum að gera.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.vísir/stefánBjarni Guðjóns: „Þetta er grautfúlt“„Leikurinn þróaðist eins og við bjuggumst við. Þeir voru nánast eingöngu í því að þruma boltanum aftur fyrir vörnina og breika á okkur. Lítið um spil af þeirra hálfu,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, eftir leik.„Mér fannst við ná góðum tökum á leiknum í seinni hálfleik. Komast í fínar stöður og skapa nokkur ágætisfæri. Þetta er grautfúlt að taka ekki öll þrjú stigin.“KR-ingar eru ósigraðir í deildinni með sex stig eftir fjóra leiki. Bjarni er þó ekki sáttur við uppskeruna stigalega séð.„Nei, við erum það ekki.“ Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernirRúnar Páll: Förum sáttir heim „Já, það er fínt að fá eitt stig. Við förum sáttir heim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Uppleggið hjá okkur var að koma boltanum fram og vinna hann þar. Við gátum ekkert mikið verið að spila boltanum í gegnum miðjuna. Síðan þróast leikurinn bara svona.“Sex spjöld fóru á loft í leiknum sem var á köflum mjög harður.„Hann hleypti þessu upp í smá baráttu, dómarinn. Leikmenn voru mjög æstir og gíraðir. Völlurinn býður ekki upp á neinn sambafótbolta. Við það verður stöðubarátta á vellinum. Sem betur fer meiddist enginn.“ Baldur í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira