Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Breiðablik 2-0 | Duglegir Þróttarar lögðu Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2016 22:15 Dion Jeremy Acoff skoraði glæsilegt mark fyrir Þrótt í kvöld. vísir/anton Dion Acoff skoraði fyrra mark leiksins á tólftu mínútu en það kom nokkuð gegn gangi leiksins. Blikar urðu svo fyrir áfalli undir lok fyrri háflleiks er Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk að líta síðari áminningu sína og þar með rautt spjald. Blikar voru meira með boltann í leiknum og sóttu nokkuð stíft að marki heimamanna undir lok leiksins þrátt fyrir að vera manni færri. Þróttarar nýttu sér það og tryggðu sér sigur með marki varamannsins Vilhjálms Pálmasonar eftir skyndisókn. Með sigrinum náðu heimamenn að kvitta fyrir 6-0 tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þróttur er nú með fjögur stig en Breiðablik er enn með sex.Af hverju vann Þróttur? Trausti Sigurbjörnsson átti stórleik í marki Þróttar, varði sjö skot og sló ótal bolta úr teignum. Hann var óhræddur við að mæta fyrirgjöfum Blika og stóð svo vaktina í þau skipti sem Blikar komust í góð færi, sem var alloft í leiknum. Dion Acoff átti líka frábæran dag og skoraði glæsilegt mark sem kom Þrótturum á bragðið. Það kom nánast úr engu enda voru Blikar hægt og rólega að taka öll völd í leiknum þegar heimamenn voru skyndilega komnir 1-0 yfir. Það þarf líka stundum heppni til að vinna góð lið og hún var sannarlega til staðar í dag. Varnarlína Þróttar spilaði ágætlega í dag en hún virkaði ekki alltaf mjög sannfærandi. Það var henni til happs að Blikar náðu ekki að stilla miðið í dag. Þá voru Finnur Ólafsson og Tonny Mawejje duglegir á miðjunni.Hverjir stóðu upp úr? Trausti og Acoff voru áberandi bestu menn Þróttar í dag. Acoff þurfti reyndar að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla en það kom ekki að sök í þetta skiptið. Vilhjálmur Pálmason kom óhræddur inn og var búinn að hóta marki nokkrum sinnum áður en hann skilaði boltanum í netið seint í leiknum. Þó svo að aðrir Þróttarar hafi ekki spilað glæsilegan fótbolta í 90 mínútur vantaði ekkert upp á baráttu, dugnað og elju hjá heimamönnum og fyrir það ber að hrósa. Andri Rafn Yeoman og Atli Sigurjónsson byrjuðu mjög vel fyrir Blika en það dró af þeim eftir að Arnór Sveinn fór af velli með rautt spjald. Mark hefði breytt öllu fyrir Breiðablik í dag en það kom aldrei.Hvað gekk illa? Sóknarmenn Breiðabliks verða einfaldlega að nýta færin betur en þeir gerðu í dag. Sérstaklega gegn nýliðum. Það er gömul saga og ný að Blikar eiga erfitt með að skora en í fyrra fengu þeir fá mörk á sig. Nú hafa þeir fengið fimm mörk á sig í fyrstu fjórum leikjunum. Þá er ekki að spyrja að niðurstöðunni.Hvað gerist næst? Þróttara munu friesta þess að fylgja eftir þessum sigri með því að ná í stig gegn Val á útivelli á sunnudaginn. Blikar eiga á sama tíma afar mikilvægan leik gegn KR og er ljóst að ef Kópavogsliðið ætlar sér í toppbaráttuna þá mega þeir ekki að tapa fyrir KR á heimavelli.Arnar Grétarsson.vísir/vilhelmArnar: Stundum er þetta blóðugt „Auðvitað er maður alltaf svekktur að tapa leikjum, sérstaklega þegar maður spilar vel eins og við gerðum í kvöld,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 tapið gegn Þrótti. „Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum algerlega en þeir náðu að skora úr sinni einu sókn. Þannig er fótboltinn og það er stundum blóðugt.“ Hann segir að Blikar hafi líka verið betri í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. „Auðvitað varð þetta meiri brekka eftir að við misstum manninn út af en samt náðum við að skapa 3-4 dauðafæri í stöðunni 1-0. Það hefði breytt miklu að skora þá.“ Síðara mark Þróttar kom í blálokin þegar Blikar höfðu sett allt púður í sóknarleikinn. En hefur Arnar áhyggjur af markaleysi Blikanna? „Ég væri að ljúga ef ég segðist engar áhyggjur hafa. En á meðan við erum að skapa færi og spila vel þá munum við fá helling af stigum.“ „Auðvitað hefðum við kosið að vera með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina en við verðum að sætta okkur við sex.“ Arnar var ósáttur við dómgæslunna af hliðarlínunni í leiknum en vildi lítið segja um hana í viðtalinu eftir leik. „Það þýðir ekkert. Þorvaldur er einn af okkar betri dómurum og ég læt sérfræðingana um að ræða dómgæsluna og hvort þetta hafi verið rautt eða ekki.“Oliver: Aldrei rautt Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, er ósáttur við að hans menn hafi nú þegar tapað fyrir báðum nýliðum Pepsi-deildar karla. „Við bjuggumst ekki við því að tapa í dag. Það er ekki í lagi að missa þessi þrjú stig. Við vorum að mínu mati mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en þeir komust einu sinni inn í teig en þeir refsuðu.“ „Við þurfum að fara í naflaskoðun og skoða hvað við getum gert betur. Við skoruðum ekki í dag og ekki vinnur maður leiki ef maður skorar ekki,“ sagði Oliver ákveðinn. Hann var ósáttur við rauða spjaldið sem Arnór Sveinn fékk. „Þetta var aldrei rautt að mínu matin. En ég vona bara að myndirnar munu tala sínu máli um það. Það þýðir ekkert að ræða dómgæsluna of mikið þó svo að rauða spjaldið hafi gert okkur erfiðara fyrir.“ Oliver segir að Blikar hafi fengið fleiri færi í seinni hálfleik en Þróttarar, þrátt fyrir að vera manni færri. „En við skoruðum ekki og gæðin voru ekki nógu mikil í dag. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum að athuga hvað við þurfum að gera gegn liðum sem spila svona þéttan varnarmúr.“ „Við höfum nú tapað sex stigum gegn nýliðum og það reyndist okkur dýrkeypt að tapa gegn liðum sem féllu í fyrra. Titillinn tapaðist á því enda klárar FH svona leiki. Það er kannski ástæðan fyrir því að þeir eru Íslandsmeistarar en ekki við.“Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánRyder: Vildum sýna stuðningsmönnum ástríðu Gregg Ryder segir sérstaklega sætt að vinna eitt af sterkustu liðum deildarinnar líkt og Þróttur gerði gegn Breiðabliki í kvöld. „Við þurftum að svara fyrir okkur eftir leikinn gegn Stjörnunni. Við gerðum það. Við héldum hreinu eftir að hafa tapað 6-0 í síðasta leik og unnum eitt besta lið deildarinnar.“ Þjálfari Þróttar segir alla sigra mikilvæga en tekur undir að mikilvægi þessa sigurs hafi verið sérstaklega mikið. „Það er enn betra að vinna lið sem flestir telja að maður eigi ekki að geta unnið. Það er virkilega gott.“ Hann segir að sjálfsagt hefðu einhverjir afskrifað Þróttara eftir 6-0 tapið gegn Stjörnunni. „En það voru einhverjir búnir að afskrifa okkur áður en mótið hófst og þess vegna breytir þetta engu.“ Ryder segir að agi og skipulag Þróttara hafi verið gott, rétt eins og í 2-2 jafnteflinu gegn KR. „Við vildum vera viss um að sýna stuðningsmönnum okkar að við værum tilbúnir að leggja mikið á okkur og fara í hvern einasta bolta. Við vildum sýna ástríðu og það þurftum við sannarlega að gera eftir síðasta leik.“ Dion Acoff skoraði glæsilegt mark fyrir Þrótt í fyrri hálfleik og Ryder tók undir það. „Við settum hann yfir á vinstri kantinn en ég held að mörg lið hafi búist við að sjá hann hægra megin. En þetta var algjörlega frábært mark.“Acoff: Veit ekki hvort þetta var rautt Markahetja Þróttara vildi senda skilaboð með sigrinum á Breiðabliki í kvöld. Dion Acoff var hetja Þróttara en hann skoraði fyrra mark sinna manna í 2-0 sigrinum á Breiðabliki í kvöld. „Það er alltaf gaman að vinna og alltaf gaman að skora. Það skiptir mig svo sem litlu máli hvernig mörkin eru,“ sagði Acoff hógvær í viðtali við Vísi í kvöld. „Okkur fannst mikilvægt að senda skilaboð með þessum sigri í kvöld. Við vildum sýna stuðningsmönnum okkar hvað í okkur býr eftir slæmt tap í síðasta leik og okkur tókst það.“ Acoff var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik en hann segist hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum. „Það gerðist þegar bakvörðurinn þeirra [Arnór Sveinn] fékk rauða spjaldið. Þá fékk ég högg og það var erfitt að spila áfram eftir það.“ Var þetta rautt spjald? „Ég bara veit það ekki, svo ég sé hreinskilinn. Ég læt dómarann um að meta það.“Trausti: Bættum fyrir skituna Markvörður Þróttar, Trausti Sigurbjörnsson, átti stórleik í markinu í 2-0 sigrinum á Breiðabliki í kvöld. „Það var fallegt að geta gefa stuðningsmönnum til baka eftir tapið í síðustu umferð. Við skitum herfilega á okkur gegn Stjörnunni og það er gott að geta bætt fyrir það,“ sagði Trausti sem átti frábæran leik í marki Þróttar í kvöld. Hann hrósaði varnarleiknum sérsataklega. „Við vorum þéttir í vörn, gáfum lítil færi á okkur og það sem kom í gegn náði ég að redda.“ „Við sjáum svo til í lok móts hversu mikilvæg þessi stig eru en það var mikilvægt að komast aðeins frá botninum. Við ætlum okkur að vera langt frá honum þegar landsleikjafríið hefst.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að keyra grimmt út í teiginn til að mæta fyrirgjöfum Blika. „Það væri gaman að sjá tölfræðina um hvað ég kýldi út marga krossa. Þeir hljóta að vera 10-15 alls,“ sagði Trausti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Dion Acoff skoraði fyrra mark leiksins á tólftu mínútu en það kom nokkuð gegn gangi leiksins. Blikar urðu svo fyrir áfalli undir lok fyrri háflleiks er Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk að líta síðari áminningu sína og þar með rautt spjald. Blikar voru meira með boltann í leiknum og sóttu nokkuð stíft að marki heimamanna undir lok leiksins þrátt fyrir að vera manni færri. Þróttarar nýttu sér það og tryggðu sér sigur með marki varamannsins Vilhjálms Pálmasonar eftir skyndisókn. Með sigrinum náðu heimamenn að kvitta fyrir 6-0 tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þróttur er nú með fjögur stig en Breiðablik er enn með sex.Af hverju vann Þróttur? Trausti Sigurbjörnsson átti stórleik í marki Þróttar, varði sjö skot og sló ótal bolta úr teignum. Hann var óhræddur við að mæta fyrirgjöfum Blika og stóð svo vaktina í þau skipti sem Blikar komust í góð færi, sem var alloft í leiknum. Dion Acoff átti líka frábæran dag og skoraði glæsilegt mark sem kom Þrótturum á bragðið. Það kom nánast úr engu enda voru Blikar hægt og rólega að taka öll völd í leiknum þegar heimamenn voru skyndilega komnir 1-0 yfir. Það þarf líka stundum heppni til að vinna góð lið og hún var sannarlega til staðar í dag. Varnarlína Þróttar spilaði ágætlega í dag en hún virkaði ekki alltaf mjög sannfærandi. Það var henni til happs að Blikar náðu ekki að stilla miðið í dag. Þá voru Finnur Ólafsson og Tonny Mawejje duglegir á miðjunni.Hverjir stóðu upp úr? Trausti og Acoff voru áberandi bestu menn Þróttar í dag. Acoff þurfti reyndar að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla en það kom ekki að sök í þetta skiptið. Vilhjálmur Pálmason kom óhræddur inn og var búinn að hóta marki nokkrum sinnum áður en hann skilaði boltanum í netið seint í leiknum. Þó svo að aðrir Þróttarar hafi ekki spilað glæsilegan fótbolta í 90 mínútur vantaði ekkert upp á baráttu, dugnað og elju hjá heimamönnum og fyrir það ber að hrósa. Andri Rafn Yeoman og Atli Sigurjónsson byrjuðu mjög vel fyrir Blika en það dró af þeim eftir að Arnór Sveinn fór af velli með rautt spjald. Mark hefði breytt öllu fyrir Breiðablik í dag en það kom aldrei.Hvað gekk illa? Sóknarmenn Breiðabliks verða einfaldlega að nýta færin betur en þeir gerðu í dag. Sérstaklega gegn nýliðum. Það er gömul saga og ný að Blikar eiga erfitt með að skora en í fyrra fengu þeir fá mörk á sig. Nú hafa þeir fengið fimm mörk á sig í fyrstu fjórum leikjunum. Þá er ekki að spyrja að niðurstöðunni.Hvað gerist næst? Þróttara munu friesta þess að fylgja eftir þessum sigri með því að ná í stig gegn Val á útivelli á sunnudaginn. Blikar eiga á sama tíma afar mikilvægan leik gegn KR og er ljóst að ef Kópavogsliðið ætlar sér í toppbaráttuna þá mega þeir ekki að tapa fyrir KR á heimavelli.Arnar Grétarsson.vísir/vilhelmArnar: Stundum er þetta blóðugt „Auðvitað er maður alltaf svekktur að tapa leikjum, sérstaklega þegar maður spilar vel eins og við gerðum í kvöld,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 tapið gegn Þrótti. „Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum algerlega en þeir náðu að skora úr sinni einu sókn. Þannig er fótboltinn og það er stundum blóðugt.“ Hann segir að Blikar hafi líka verið betri í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. „Auðvitað varð þetta meiri brekka eftir að við misstum manninn út af en samt náðum við að skapa 3-4 dauðafæri í stöðunni 1-0. Það hefði breytt miklu að skora þá.“ Síðara mark Þróttar kom í blálokin þegar Blikar höfðu sett allt púður í sóknarleikinn. En hefur Arnar áhyggjur af markaleysi Blikanna? „Ég væri að ljúga ef ég segðist engar áhyggjur hafa. En á meðan við erum að skapa færi og spila vel þá munum við fá helling af stigum.“ „Auðvitað hefðum við kosið að vera með tólf stig eftir fyrstu fjóra leikina en við verðum að sætta okkur við sex.“ Arnar var ósáttur við dómgæslunna af hliðarlínunni í leiknum en vildi lítið segja um hana í viðtalinu eftir leik. „Það þýðir ekkert. Þorvaldur er einn af okkar betri dómurum og ég læt sérfræðingana um að ræða dómgæsluna og hvort þetta hafi verið rautt eða ekki.“Oliver: Aldrei rautt Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, er ósáttur við að hans menn hafi nú þegar tapað fyrir báðum nýliðum Pepsi-deildar karla. „Við bjuggumst ekki við því að tapa í dag. Það er ekki í lagi að missa þessi þrjú stig. Við vorum að mínu mati mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en þeir komust einu sinni inn í teig en þeir refsuðu.“ „Við þurfum að fara í naflaskoðun og skoða hvað við getum gert betur. Við skoruðum ekki í dag og ekki vinnur maður leiki ef maður skorar ekki,“ sagði Oliver ákveðinn. Hann var ósáttur við rauða spjaldið sem Arnór Sveinn fékk. „Þetta var aldrei rautt að mínu matin. En ég vona bara að myndirnar munu tala sínu máli um það. Það þýðir ekkert að ræða dómgæsluna of mikið þó svo að rauða spjaldið hafi gert okkur erfiðara fyrir.“ Oliver segir að Blikar hafi fengið fleiri færi í seinni hálfleik en Þróttarar, þrátt fyrir að vera manni færri. „En við skoruðum ekki og gæðin voru ekki nógu mikil í dag. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum að athuga hvað við þurfum að gera gegn liðum sem spila svona þéttan varnarmúr.“ „Við höfum nú tapað sex stigum gegn nýliðum og það reyndist okkur dýrkeypt að tapa gegn liðum sem féllu í fyrra. Titillinn tapaðist á því enda klárar FH svona leiki. Það er kannski ástæðan fyrir því að þeir eru Íslandsmeistarar en ekki við.“Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánRyder: Vildum sýna stuðningsmönnum ástríðu Gregg Ryder segir sérstaklega sætt að vinna eitt af sterkustu liðum deildarinnar líkt og Þróttur gerði gegn Breiðabliki í kvöld. „Við þurftum að svara fyrir okkur eftir leikinn gegn Stjörnunni. Við gerðum það. Við héldum hreinu eftir að hafa tapað 6-0 í síðasta leik og unnum eitt besta lið deildarinnar.“ Þjálfari Þróttar segir alla sigra mikilvæga en tekur undir að mikilvægi þessa sigurs hafi verið sérstaklega mikið. „Það er enn betra að vinna lið sem flestir telja að maður eigi ekki að geta unnið. Það er virkilega gott.“ Hann segir að sjálfsagt hefðu einhverjir afskrifað Þróttara eftir 6-0 tapið gegn Stjörnunni. „En það voru einhverjir búnir að afskrifa okkur áður en mótið hófst og þess vegna breytir þetta engu.“ Ryder segir að agi og skipulag Þróttara hafi verið gott, rétt eins og í 2-2 jafnteflinu gegn KR. „Við vildum vera viss um að sýna stuðningsmönnum okkar að við værum tilbúnir að leggja mikið á okkur og fara í hvern einasta bolta. Við vildum sýna ástríðu og það þurftum við sannarlega að gera eftir síðasta leik.“ Dion Acoff skoraði glæsilegt mark fyrir Þrótt í fyrri hálfleik og Ryder tók undir það. „Við settum hann yfir á vinstri kantinn en ég held að mörg lið hafi búist við að sjá hann hægra megin. En þetta var algjörlega frábært mark.“Acoff: Veit ekki hvort þetta var rautt Markahetja Þróttara vildi senda skilaboð með sigrinum á Breiðabliki í kvöld. Dion Acoff var hetja Þróttara en hann skoraði fyrra mark sinna manna í 2-0 sigrinum á Breiðabliki í kvöld. „Það er alltaf gaman að vinna og alltaf gaman að skora. Það skiptir mig svo sem litlu máli hvernig mörkin eru,“ sagði Acoff hógvær í viðtali við Vísi í kvöld. „Okkur fannst mikilvægt að senda skilaboð með þessum sigri í kvöld. Við vildum sýna stuðningsmönnum okkar hvað í okkur býr eftir slæmt tap í síðasta leik og okkur tókst það.“ Acoff var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik en hann segist hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum. „Það gerðist þegar bakvörðurinn þeirra [Arnór Sveinn] fékk rauða spjaldið. Þá fékk ég högg og það var erfitt að spila áfram eftir það.“ Var þetta rautt spjald? „Ég bara veit það ekki, svo ég sé hreinskilinn. Ég læt dómarann um að meta það.“Trausti: Bættum fyrir skituna Markvörður Þróttar, Trausti Sigurbjörnsson, átti stórleik í markinu í 2-0 sigrinum á Breiðabliki í kvöld. „Það var fallegt að geta gefa stuðningsmönnum til baka eftir tapið í síðustu umferð. Við skitum herfilega á okkur gegn Stjörnunni og það er gott að geta bætt fyrir það,“ sagði Trausti sem átti frábæran leik í marki Þróttar í kvöld. Hann hrósaði varnarleiknum sérsataklega. „Við vorum þéttir í vörn, gáfum lítil færi á okkur og það sem kom í gegn náði ég að redda.“ „Við sjáum svo til í lok móts hversu mikilvæg þessi stig eru en það var mikilvægt að komast aðeins frá botninum. Við ætlum okkur að vera langt frá honum þegar landsleikjafríið hefst.“ Hann segir að það hafi verið lagt upp með að keyra grimmt út í teiginn til að mæta fyrirgjöfum Blika. „Það væri gaman að sjá tölfræðina um hvað ég kýldi út marga krossa. Þeir hljóta að vera 10-15 alls,“ sagði Trausti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira