Einar: Ef þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2016 19:45 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira