Sérmál ef fýla ræður för á Landspítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útboð auðvelda sparnaðarleið fyrir ríkið. Fréttablaðið/Anton „Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00
Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00