Sjávarútvegsráðherra á móti veiðigjöldum og uppboði veiðiheimilda Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 20:55 Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira