Anton Sveinn McKee náði þriðja besta tímanum í undanrásum í 200 m bringusundi, hans sterkustu grein, á EM í London í morgun.
Anton Sveinn kom í mark á 2:12,25 mínútum en Íslandsmet hans í greininni er 2:10,21 mínútur. Hann varð í sjöunda sæti í 100 m bringusundi í gær.
Sjá einnig: Anton Sveinn endaði í sjöunda sæti
Finninn Matti Mattsson átti besta tímann í undanrásunum í morgun en hann synti á 2:11,78 mínútum.
Undanúrslitasundið fer fram í dag klukkan 17.22 en úrslitasundið er svo á dagskrá annað kvöld klukkan 17.46.
