Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 m baksundi á EM í London í morgun en hún synti þá á 1:01,44 mínútum.
Það er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni en tíminn var sá tólfti besti í undanrásunum í morgun.
Eygló keppir í undanúrslitunum klukkan 18.41 í kvöld en í gær hafnaði hún í sjötta sæti í úrslitum í 200 m baksundi.
Eygló Ósk aftur í undanúrslit
Tengdar fréttir
Eygló sjötta og Anton sjöundi | Hrafnhildur með næstbesta tímann inn í úrslit
Þrír íslenskir keppendur voru í eldlínunni á EM í sundi í London nú síðdegis.
Eygló gaf eftir á lokasprettinum og lenti í sjötta sæti
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra baksundi á Evrópumótinu í London.
Ætlaði mér að synda miklu hraðar
Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.