Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 14:37 Týndir sjóðir Ingvars Helgasonar verða til umfjöllunar í Kastljóssþætti kvöldsins. Vísir/Vilhelm Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12
Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54