Gagnrýndi íslenska verslun harðlega fyrir að skila ekki tollalækkunum til neytenda Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 15:20 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál. Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál.
Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12
Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04