Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2016 16:28 Landsbankinn taldi Borgun ekki jafn vermætt árið 2014 og það er talið í dag. Vísir/ERNIR Ekki kom til álita að gera fyrirvara um aukagreiðslur reyndist Borgun verðmætari en Landsbankinn gerði ráð fyrir þegar hann seldi 31,2 prósent hlut í fyrirtækinu í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins. „Það kom ekki til álita af hálfu Landsbankans að tengja söluverðið við niðurstöður í rekstri félagsins í framtíð, en að mati bankans hefði slíkt fyrirkomulag væntanlega bæði falið í sér kröfu kaupenda um endurgreiðslu á hluta söluverðs ef rekstraráætlanir myndu ekki ganga eftir á sama hátt og að aukagreiðsla myndi koma til ef rekstarniðurstaða yrði umfram áætlanir.“ Landsbankinn taldi töluverða hættu á að rekstrarmarkmið stjórnenda um vöxt myndi ekki nást. Bent var á samdrátt í erlendum tekjum Valitor því til stuðnings. Verðmat Landsbankans byggði engu síður á að byggði á töluverðum vexti Borgunar, í samræmi við áætlanir stjórnenda fyrirtækisins. Þá hafi bankanum ekki verið kunnugt um annað verðmat áður en fyrirtækið hafi verið selt.Landsbankinn taldi hættu á að áætlanir stjórnenda Borgunar um vöxt erlendis myndu ekki ganga eftir og benti því til stuðnings á glæru frá aðalfundi Valitor sem sýndi að tekjur þeirra hefðu dregist saman erlendis.landsbankinnLandsbankinn taldi hlut sinn í Borgun 1,7 til 2,4 milljarða virðiSamkvæmt sviðsmyndum sem Landsbankinn lagði upp með fyrir söluna um framtíðarvöxt Borgunar taldi bankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. Niðurstaðan var að selja hlutinn á 2,2 milljarða króna. Samkvæmt verðmati sem Morgunblaðið greindi frá í febrúar er hluturinn metinn á um 8 milljarða króna. Þá seldu stjórnendur Borgunar hlut í fyrirtækinu sumarið 2015 miðað við að 30,12 prósent hlutur í Borgun væri 3,4 milljarða króna virði. Í nóvember á síðasta ári var svo upplýst um að Visa International myndi kaupa Visa Europe og íslensk kortafyrirtæki fengju milljarðagreiðslur fyrir. Bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe var 5,4 hjá Borgun á síðasta ári. Landsbankinn hefur sagt að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttar Visa International. Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar 1,5 milljarði króna. Borgun hefur greitt 3 milljarða í arð síðan Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu og því hafa 932 milljónir króna fallið í hlut hópsins sem keypti hlut Landsbankans.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og aðrir stjórnendur Borgunar seldu hlut í Borgun síðasta sumar á 57 prósenta hærra verði en þeir höfðu keyptu af Landsbankanum í nóvember 2014.Fyrsta sviðsmynd Landsbankans byggði á rekstraráætlun Borgunar sem gerði ráð fyrir að hagnaður myndi aukast ár frá ári og næmi 1.800 milljónum árið 2018 eða um 10 prósent vexti á ári. Þá var gert ráð fyrir drjúgum arðgreiðslum en engu síður myndi eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi hækka úr 16% í 20% prósent. Miðað við það væri ávöxtunarkrafa eigin fjár 20% og viðri eignarhlutar bankans 2,1 milljarður króna. Önnur sviðsmyndin byggði á hægara vexti erlendis hjá Borgun, aðeins 3% vöxtur yrði milli ára og krafan á eigin fé væri 15%. Miðað við það væri hlutur Landsbankans í Borgun 1,7 milljarða virði. Þriðja sviðsmyndin byggði á því að rekstraráætlun stjórnenda Borgunar gengi eftir en ekki væri gert fyrir hækkun eigin fjárhlutfalls líkt og í sviðsmynd eitt og því væri hærri arður greiddur út. Miðað við þær forsendur var hlutur Landsbankans í Borgun metin á 2,4 milljarða króna.Svar Landsbankans má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. Borgunarmálið Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Ekki kom til álita að gera fyrirvara um aukagreiðslur reyndist Borgun verðmætari en Landsbankinn gerði ráð fyrir þegar hann seldi 31,2 prósent hlut í fyrirtækinu í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins. „Það kom ekki til álita af hálfu Landsbankans að tengja söluverðið við niðurstöður í rekstri félagsins í framtíð, en að mati bankans hefði slíkt fyrirkomulag væntanlega bæði falið í sér kröfu kaupenda um endurgreiðslu á hluta söluverðs ef rekstraráætlanir myndu ekki ganga eftir á sama hátt og að aukagreiðsla myndi koma til ef rekstarniðurstaða yrði umfram áætlanir.“ Landsbankinn taldi töluverða hættu á að rekstrarmarkmið stjórnenda um vöxt myndi ekki nást. Bent var á samdrátt í erlendum tekjum Valitor því til stuðnings. Verðmat Landsbankans byggði engu síður á að byggði á töluverðum vexti Borgunar, í samræmi við áætlanir stjórnenda fyrirtækisins. Þá hafi bankanum ekki verið kunnugt um annað verðmat áður en fyrirtækið hafi verið selt.Landsbankinn taldi hættu á að áætlanir stjórnenda Borgunar um vöxt erlendis myndu ekki ganga eftir og benti því til stuðnings á glæru frá aðalfundi Valitor sem sýndi að tekjur þeirra hefðu dregist saman erlendis.landsbankinnLandsbankinn taldi hlut sinn í Borgun 1,7 til 2,4 milljarða virðiSamkvæmt sviðsmyndum sem Landsbankinn lagði upp með fyrir söluna um framtíðarvöxt Borgunar taldi bankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. Niðurstaðan var að selja hlutinn á 2,2 milljarða króna. Samkvæmt verðmati sem Morgunblaðið greindi frá í febrúar er hluturinn metinn á um 8 milljarða króna. Þá seldu stjórnendur Borgunar hlut í fyrirtækinu sumarið 2015 miðað við að 30,12 prósent hlutur í Borgun væri 3,4 milljarða króna virði. Í nóvember á síðasta ári var svo upplýst um að Visa International myndi kaupa Visa Europe og íslensk kortafyrirtæki fengju milljarðagreiðslur fyrir. Bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa International á Visa Europe var 5,4 hjá Borgun á síðasta ári. Landsbankinn hefur sagt að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttar Visa International. Þá nam hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar 1,5 milljarði króna. Borgun hefur greitt 3 milljarða í arð síðan Landsbankinn seldi hlut í fyrirtækinu og því hafa 932 milljónir króna fallið í hlut hópsins sem keypti hlut Landsbankans.Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og aðrir stjórnendur Borgunar seldu hlut í Borgun síðasta sumar á 57 prósenta hærra verði en þeir höfðu keyptu af Landsbankanum í nóvember 2014.Fyrsta sviðsmynd Landsbankans byggði á rekstraráætlun Borgunar sem gerði ráð fyrir að hagnaður myndi aukast ár frá ári og næmi 1.800 milljónum árið 2018 eða um 10 prósent vexti á ári. Þá var gert ráð fyrir drjúgum arðgreiðslum en engu síður myndi eiginfjárstaða fyrirtækisins myndi hækka úr 16% í 20% prósent. Miðað við það væri ávöxtunarkrafa eigin fjár 20% og viðri eignarhlutar bankans 2,1 milljarður króna. Önnur sviðsmyndin byggði á hægara vexti erlendis hjá Borgun, aðeins 3% vöxtur yrði milli ára og krafan á eigin fé væri 15%. Miðað við það væri hlutur Landsbankans í Borgun 1,7 milljarða virði. Þriðja sviðsmyndin byggði á því að rekstraráætlun stjórnenda Borgunar gengi eftir en ekki væri gert fyrir hækkun eigin fjárhlutfalls líkt og í sviðsmynd eitt og því væri hærri arður greiddur út. Miðað við þær forsendur var hlutur Landsbankans í Borgun metin á 2,4 milljarða króna.Svar Landsbankans má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
Borgunarmálið Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent