Stjórnarmaður Fylkis: Hermann er skotspónn fjölmiðla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2016 08:15 Fylkir mun ekkert aðhafast frekar í máli þjálfara liðsins, Hermanns Hreiðarssonar, sem tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður Fylkis, sagði fjölmiðla hafa blásið málið upp í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sjá einnig: Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum „Þarna eru tveir menn aðeins að ræða saman og kítast en þeir hafa nú rætt saman og leyst þetta eins og fullorðnum mönnum sæmir,“ sagði Ólafur Geir. Hann segir að málinu sé lokið af hálfu félagsins. „Við gerum ekkert frekar í þessu máli. Við erum búnir að ræða þetta innanhúss og við Hermann. Þetta leit að sjálfsögðu mjög illa út og umfjöllunin hefur öll verið mjög óvægin. Það er eins og Hermann sé skotspónn fjölmiðla. „Við sáum svona atvik uppi í Kór um daginn þegar landsliðsþjálfari kýlir annan þjálfara í punginn. Eru þið búnir að tala við stjórnarmenn Keflvíkinga? Ég veit ekki til þess,“ sagði Ólafur Geir og vísaði til þess þegar Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, eftir leik liðanna í 1. umferð Inkasso-deildarinnar á dögunum.Sjá einnig: Arnar: Hegðun Hermanns óafsakanleg Í samtali við Vísi í gær sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að mál Hermanns sé til skoðunar hjá knattspyrnusambandinu. Klara sagðist vera að bíða eftir gögnum um málið og aðallega skýrslu dómara en framkvæmdarstjóri KSÍ hefur heimild til að vísa ákveðnum atvikum til aganefndar. Fylkir situr á botni Pepsi-deildarinnar með ekkert stig en liðið mætir ÍA í afar mikilvægum leik á laugardaginn.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00 Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fylkir mun ekkert aðhafast frekar í máli þjálfara liðsins, Hermanns Hreiðarssonar, sem tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður Fylkis, sagði fjölmiðla hafa blásið málið upp í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sjá einnig: Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum „Þarna eru tveir menn aðeins að ræða saman og kítast en þeir hafa nú rætt saman og leyst þetta eins og fullorðnum mönnum sæmir,“ sagði Ólafur Geir. Hann segir að málinu sé lokið af hálfu félagsins. „Við gerum ekkert frekar í þessu máli. Við erum búnir að ræða þetta innanhúss og við Hermann. Þetta leit að sjálfsögðu mjög illa út og umfjöllunin hefur öll verið mjög óvægin. Það er eins og Hermann sé skotspónn fjölmiðla. „Við sáum svona atvik uppi í Kór um daginn þegar landsliðsþjálfari kýlir annan þjálfara í punginn. Eru þið búnir að tala við stjórnarmenn Keflvíkinga? Ég veit ekki til þess,“ sagði Ólafur Geir og vísaði til þess þegar Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, eftir leik liðanna í 1. umferð Inkasso-deildarinnar á dögunum.Sjá einnig: Arnar: Hegðun Hermanns óafsakanleg Í samtali við Vísi í gær sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að mál Hermanns sé til skoðunar hjá knattspyrnusambandinu. Klara sagðist vera að bíða eftir gögnum um málið og aðallega skýrslu dómara en framkvæmdarstjóri KSÍ hefur heimild til að vísa ákveðnum atvikum til aganefndar. Fylkir situr á botni Pepsi-deildarinnar með ekkert stig en liðið mætir ÍA í afar mikilvægum leik á laugardaginn.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00 Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Uppbótartíminn: Vesen í Árbænum | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 18. maí 2016 10:00
Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir "Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. 16. maí 2016 19:38