Curry með fimmtán stig á innan við tveimur mínútum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira