Jeff Hornacek verður næsti þjálfari New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 10:53 Jeff Hornacek. Vísir/Getty Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Jeff Hornacek, fyrrum leikmaður Utah og þjálfari Phoenix Suns, verði næsti þjálfari New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Bleacher Report sagði fyrst frá þessi en síðan hafa miðlar eins og ESPN fengið sömu upplýsingar frá sínum heimildarmönnum. Phil Jackson, forseti New York Knicks og framkvæmdastjórinn Steve Mills snæddu kvöldverð með Jeff Hornacek á steikhúsi í New York í gærkvöldi. Jackson vildi þó ekkert staðfesta neitt um ráðninguna í viðtali við New York Daily News. Það kemur nokkuð á óvart að Jeff Hornacek fái þetta starf því margir aðrir hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu. Hann er allt annað en þekktur fyrir að nota uppáhaldssókn Phil Jackson sem er þríhyrningssóknin. Jeff Hornacek þjálfaði í NBA-deildinni í vetur en Phoenix Suns rak hann í febrúar eftir að liðið hafði tapað 19 af 21 leik og fjórtán leikjum í röð á útivelli. Phoenix Suns byrjaði vel undir stjórn Hornacek og vann 48 og 39 sigra á fyrstu tveimur tímabilunum. Liðið var hinsvegar aðeins búið að vinna 14 af 49 leikjum sínum þegar hann var látinn fara í vetur. Phil Jackson rak Derek Fisher í febrúar og Kurt Rambis tók við liðinu. Hann fær hinsvegar ekki að halda áfram með liðið en verður líklega áfram viðloðandi Knicks-liðið. Hornacek átti sjálfur flottan NBA-feril. Hann spilaði fyrstu sex árin með Phoenix Suns en fór síðan til Utah Jazz. Þar komst hann í lokaúrslitin tvö ár í röð, 1997 og 1998, en tapaði í bæði skiptin á móti Chicago Bulls. Phil Jackson þjálfaði einmitt Bulls-liðið á þeim tíma. Það hefur gengið illa hjá Phil Jackson að gera New York Knicks aftur að alvöru liði í NBA-deildinni síðan að hann settist í forsetastólinn. Það verður áfram mikil pressa á honum sem og nýja þjálfaranum að gera liðið aftur samkeppnishæft í deildinni. NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Jeff Hornacek, fyrrum leikmaður Utah og þjálfari Phoenix Suns, verði næsti þjálfari New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Bleacher Report sagði fyrst frá þessi en síðan hafa miðlar eins og ESPN fengið sömu upplýsingar frá sínum heimildarmönnum. Phil Jackson, forseti New York Knicks og framkvæmdastjórinn Steve Mills snæddu kvöldverð með Jeff Hornacek á steikhúsi í New York í gærkvöldi. Jackson vildi þó ekkert staðfesta neitt um ráðninguna í viðtali við New York Daily News. Það kemur nokkuð á óvart að Jeff Hornacek fái þetta starf því margir aðrir hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu. Hann er allt annað en þekktur fyrir að nota uppáhaldssókn Phil Jackson sem er þríhyrningssóknin. Jeff Hornacek þjálfaði í NBA-deildinni í vetur en Phoenix Suns rak hann í febrúar eftir að liðið hafði tapað 19 af 21 leik og fjórtán leikjum í röð á útivelli. Phoenix Suns byrjaði vel undir stjórn Hornacek og vann 48 og 39 sigra á fyrstu tveimur tímabilunum. Liðið var hinsvegar aðeins búið að vinna 14 af 49 leikjum sínum þegar hann var látinn fara í vetur. Phil Jackson rak Derek Fisher í febrúar og Kurt Rambis tók við liðinu. Hann fær hinsvegar ekki að halda áfram með liðið en verður líklega áfram viðloðandi Knicks-liðið. Hornacek átti sjálfur flottan NBA-feril. Hann spilaði fyrstu sex árin með Phoenix Suns en fór síðan til Utah Jazz. Þar komst hann í lokaúrslitin tvö ár í röð, 1997 og 1998, en tapaði í bæði skiptin á móti Chicago Bulls. Phil Jackson þjálfaði einmitt Bulls-liðið á þeim tíma. Það hefur gengið illa hjá Phil Jackson að gera New York Knicks aftur að alvöru liði í NBA-deildinni síðan að hann settist í forsetastólinn. Það verður áfram mikil pressa á honum sem og nýja þjálfaranum að gera liðið aftur samkeppnishæft í deildinni.
NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira