Guðni mun bjóða sig fram til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 17:45 Könnun Frjálsrar verslunar sýnir Guðna Th. Jóhannesson með örlítið meira fylgi en Ólaf Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira