Árétting vegna umfjöllunar um úthlutunarreglur LÍN LÍN skrifar 2. maí 2016 19:29 Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun