Enski boltinn

Sam Tillen sneri aftur í Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Tillen er kominn aftur í blátt.
Sam Tillen er kominn aftur í blátt. Mynd/Heimasíða Fram
Sam Tillen gekk í gær aftur í raðir Fram en hann fór frá félaginu árið 2013 þegar hann samdi við FH.

Tillen er 30 ára Englendingur sem hefur spilað á Íslandi síðan 2008 en fyrstu fimm tímabilin spilaði hann með Fram. Hann á alls að baki 112 leiki í öllum mótum með liðinu.

Fram féll úr Pepsi-deild karla haustið 2014 en liðið hefur sankað að sér mörgum leikmönnum í vetur og stefnir að því að komast aftur í deild þeirra bestu. Tímabilið í Inkasso-deildinni hefst á föstudag.

Stöð 2 Sport mun sýna frá leikjum deildarinnar í sumar en fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign HK og Keflavíkur á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×