NBA segir dómarana hafa gert fimm mistök á síðustu fjórtán sekúndunum Óskar Ófeigur Jónssoin skrifar 4. maí 2016 11:30 NBA sagði að brotið hefði verið á bæði Manu Ginobili og Steven Adams á lokasekúndunum. Vísir/Getty Það var mikil dramatík á lokasekúndum annars leiks San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í körfubolta og ekki fengu dómarar leiksins háa einkunn fyrir frammistöðu sína hjá yfirmönnum sínum. NBA gaf það nefnilega út að dómarar leiksins hafi gert fimm mistök á síðustu 13,5 sekúndum leiksins en hvorugu liðinu tókst að skora á lokasekúndunum og leikurinn endaði með 98-97 sigri Oklahoma City Thunder. Dómararnir sjálfir höfðu viðurkennt að þeir áttu að dæma sóknarbrot á Dion Waiters, leikmann Oklahoma City Thunder en þar með var ekki listinn upptalinn. Dion Waiters ýtti Manu Ginobili með olnboganum þegar hann var að taka innkastið en NBA segir að Ginobili hafi líka verið brotlegur með að stíga á hliðarlínuna. NBA gaf það einnig út að San Antonio Spurs leikmennirnir Kawhi Leonard og Patty Mills hafi togað eða haldið leikmanni Oklahoma City Thunder þegar Spurs stal sendingunni hjá Dion Waiters úr innkastinu. Að lokum átti Serge Ibaka hjá Thunder að fá villu fyrir að toga í treyju LaMarcus Aldridge og trufla þar með lokaskot leiksins. Hefði Aldridge fengið þessa villu þá var hann á leiðinni á vítalínuna þar sem hann gat tryggt Spurs-liðinu sigur og 2-0 forystu í einvíginu. Aldridge var þarna kominn með 41 stig í leiknum og var búinn að hitta úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ekkert var hinsvegar dæmt og sumir körfuboltaspekingar voru ánægðir með að leikmennirnir hafi sjálfir gert út um leikinn en ekki fengið „hjálp" frá dómurum. NBA-deildin var hinsvegar ekki sammála en það er ekki gott fyrir dómara leiksins að fá slíka áfellisdóm frá yfirboðurum sínum. Þriðji leikurinn er á föstudagskvöldið og fer hann frá á heimavelli Oklahoma City Thunder. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki í einvíginu kemst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Potland Trail Blazers en Warriors-liðið er komið í 2-0. Það er hægt sjá þessar lokasekúndur hér fyrir neðan sem og hvað Charles Barkley og strákarnir á TNT höfðu að segja um lok leiksins. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokasekúndum annars leiks San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í körfubolta og ekki fengu dómarar leiksins háa einkunn fyrir frammistöðu sína hjá yfirmönnum sínum. NBA gaf það nefnilega út að dómarar leiksins hafi gert fimm mistök á síðustu 13,5 sekúndum leiksins en hvorugu liðinu tókst að skora á lokasekúndunum og leikurinn endaði með 98-97 sigri Oklahoma City Thunder. Dómararnir sjálfir höfðu viðurkennt að þeir áttu að dæma sóknarbrot á Dion Waiters, leikmann Oklahoma City Thunder en þar með var ekki listinn upptalinn. Dion Waiters ýtti Manu Ginobili með olnboganum þegar hann var að taka innkastið en NBA segir að Ginobili hafi líka verið brotlegur með að stíga á hliðarlínuna. NBA gaf það einnig út að San Antonio Spurs leikmennirnir Kawhi Leonard og Patty Mills hafi togað eða haldið leikmanni Oklahoma City Thunder þegar Spurs stal sendingunni hjá Dion Waiters úr innkastinu. Að lokum átti Serge Ibaka hjá Thunder að fá villu fyrir að toga í treyju LaMarcus Aldridge og trufla þar með lokaskot leiksins. Hefði Aldridge fengið þessa villu þá var hann á leiðinni á vítalínuna þar sem hann gat tryggt Spurs-liðinu sigur og 2-0 forystu í einvíginu. Aldridge var þarna kominn með 41 stig í leiknum og var búinn að hitta úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ekkert var hinsvegar dæmt og sumir körfuboltaspekingar voru ánægðir með að leikmennirnir hafi sjálfir gert út um leikinn en ekki fengið „hjálp" frá dómurum. NBA-deildin var hinsvegar ekki sammála en það er ekki gott fyrir dómara leiksins að fá slíka áfellisdóm frá yfirboðurum sínum. Þriðji leikurinn er á föstudagskvöldið og fer hann frá á heimavelli Oklahoma City Thunder. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki í einvíginu kemst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Potland Trail Blazers en Warriors-liðið er komið í 2-0. Það er hægt sjá þessar lokasekúndur hér fyrir neðan sem og hvað Charles Barkley og strákarnir á TNT höfðu að segja um lok leiksins.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira