Kraftaverkið í Leicester stjórnarmaðurinn skrifar 4. maí 2016 11:00 Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira