Berglind býður sig ekki fram í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2016 11:24 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03