Sagt að Gylfi Þór og Fabianski verði látnir spila en velska tvíeykið fær frí Tóams Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 10:45 Gylfi Þór fær líklega ekki stutt sumarfrí fyrr en eftir næstu helgi. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, og Lukasz Fabianski, landsliðsmarkvörður Póllands, verða væntanlega í liði Swansea sem mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Á sama tíma er talið að velska tvíeykið Ashley Williams og Neil Taylor sé komið í snemmbúið sumarfrí til að gefa þeim auka hvíld fyrir Evrópumótið í Frakklandi, en þetta kemur fram á velska fréttavefnum South Wales Evening Post sem fylgist vel með Swansea-liðinu. Eftir að Swansea endanlega tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með 3-1 sigri á Liverpool um síðustu helgi ýjaði Francesco Guidolin, knattspyrnustjóri liðsins, að því að minni spámenn fái tækifæri í síðustu tveimur leikjunum. Alan Curtis, aðstoðarmaður hans, ýjaði að því að fyrirliðinn Ashley Williams og Neil Taylor verði báðir hvíldir gegn West Ham um helgina. Þeir verða báðir með Wales í Frakklandi í sumar. Reiknað er aftur á móti með því að Gylfi Þór og Fabianski spili en þeir gætu svo fengið frí í lokaleik tímabilsins gegn Manchester City. „Vonandi verður þetta tækifæri til að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins, sérstaklega þar sem Evrópumótið er framundan. Þetta er tækifæri til að gefa ungu strákunum tækifæri og öðrum sem hafa ekki fengið mörg tækifæri,“ segir Alan Curtis. „Þetta eru samt tveir erfiðir leikir gegn West Ham og Manchester City. Við viljum því ekki bara henda ungu strákunum í djúpu laugina,“ segir Alan Curtis. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Adidas borgar Man. United meira en Liverpool Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Wenger segir að hann hefði ekki getað gert það sama og Tuchel Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Fimm leikja bann fyrir að hrækja er dómararnir gengu framhjá Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Van Dijk byrjaður í viðræðum Liverpool tyllti sér á toppinn Stones tryggði City sigur í uppbótatíma Everton vann og endurkomusigrar hjá Leicester og Villa Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, og Lukasz Fabianski, landsliðsmarkvörður Póllands, verða væntanlega í liði Swansea sem mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Á sama tíma er talið að velska tvíeykið Ashley Williams og Neil Taylor sé komið í snemmbúið sumarfrí til að gefa þeim auka hvíld fyrir Evrópumótið í Frakklandi, en þetta kemur fram á velska fréttavefnum South Wales Evening Post sem fylgist vel með Swansea-liðinu. Eftir að Swansea endanlega tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með 3-1 sigri á Liverpool um síðustu helgi ýjaði Francesco Guidolin, knattspyrnustjóri liðsins, að því að minni spámenn fái tækifæri í síðustu tveimur leikjunum. Alan Curtis, aðstoðarmaður hans, ýjaði að því að fyrirliðinn Ashley Williams og Neil Taylor verði báðir hvíldir gegn West Ham um helgina. Þeir verða báðir með Wales í Frakklandi í sumar. Reiknað er aftur á móti með því að Gylfi Þór og Fabianski spili en þeir gætu svo fengið frí í lokaleik tímabilsins gegn Manchester City. „Vonandi verður þetta tækifæri til að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins, sérstaklega þar sem Evrópumótið er framundan. Þetta er tækifæri til að gefa ungu strákunum tækifæri og öðrum sem hafa ekki fengið mörg tækifæri,“ segir Alan Curtis. „Þetta eru samt tveir erfiðir leikir gegn West Ham og Manchester City. Við viljum því ekki bara henda ungu strákunum í djúpu laugina,“ segir Alan Curtis.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Ein sú besta ólétt á nýjan leik Handbolti Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Enski boltinn Rodri bestur í heimi 2024 Fótbolti FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Fótbolti Rekinn vegna gruns um nýtt brot gegn barni Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Körfubolti Man United sett sig í samband við Amorim Enski boltinn „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Íslenski boltinn Bonmatí best í heimi annað árið í röð Fótbolti Real Madríd og Barcelona lið ársins Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Palmer hetja Chelsea gegn Newcastle Loksins vann Palace leik og komst upp úr fallsæti Stál í stál í stórleiknum Bowen tryggði West Ham sigur á United City lét eitt mark duga en komst á toppinn Willum skoraði í jafntefli gegn Mansfield United spurði City hvort Garnacho og Mainoo gætu fengið far á Gullboltann Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Chris Wood áfram sjóðheitur og Forest upp í fimmta sæti Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Adidas borgar Man. United meira en Liverpool Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Wenger segir að hann hefði ekki getað gert það sama og Tuchel Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Fimm leikja bann fyrir að hrækja er dómararnir gengu framhjá Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Van Dijk byrjaður í viðræðum Liverpool tyllti sér á toppinn Stones tryggði City sigur í uppbótatíma Everton vann og endurkomusigrar hjá Leicester og Villa Sjá meira