Bale: Zidane gaf okkur trú Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 17:45 Gareth Bale skaut Real í úrslit. vísir/getty Real Madrid leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið hafði betur, 1-0, í seinni leiknum gegn Manchester City á miðvikudagskvöldið. Það var eina markið sem var skorað í 180 mínútna rimmu liðanna. Sigurinn vannst nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að Zidane tók við af Rafael Benítez sem þjálfari spænska stórliðsins en Benítez er nú að reyna að halda Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn er meira en lítið ánægður með innkomu Zidane en samkvæmt fréttum í spænskum og enskum miðlum var hann mjög óánægður þegar Benítez var látinn fara og íhugaði að fara aftur til Englands í sumar. „Zidane hefur gefið okkur trú og frelsi til að fara út á völl og leyfa okkur að gera það sem við getum og njóta þess,“ segir Bale í viðtali á heimasíðu UEFA. „Þegar leikmenn fá að spila svona sérðu það besta frá þeim.“ Bale skoraði eina mark leiksins og hann viðurkennir sjálfur að hann var heppinn að boltinn fór inn í markið þar sem hann ætlaði ekki að skjóta. „Ég ætlaði að gefa fyrir en það skiptir augljóslega engu máli hvernig boltinn fer inn í markið. Við erum ánægðir og það sem skiptir mestu máli er að við erum komnir í úrslitaleikinn,“ segir Gareth Bale. Real mætir samborgurum sínum í Atlético Madrid í Mílanó í lok maí en það verður endurtekning á úrslitaleiknum 2014 sem Real Madrid vann eftir framlengingu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30 Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33 Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Real Madrid leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið hafði betur, 1-0, í seinni leiknum gegn Manchester City á miðvikudagskvöldið. Það var eina markið sem var skorað í 180 mínútna rimmu liðanna. Sigurinn vannst nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að Zidane tók við af Rafael Benítez sem þjálfari spænska stórliðsins en Benítez er nú að reyna að halda Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjinn er meira en lítið ánægður með innkomu Zidane en samkvæmt fréttum í spænskum og enskum miðlum var hann mjög óánægður þegar Benítez var látinn fara og íhugaði að fara aftur til Englands í sumar. „Zidane hefur gefið okkur trú og frelsi til að fara út á völl og leyfa okkur að gera það sem við getum og njóta þess,“ segir Bale í viðtali á heimasíðu UEFA. „Þegar leikmenn fá að spila svona sérðu það besta frá þeim.“ Bale skoraði eina mark leiksins og hann viðurkennir sjálfur að hann var heppinn að boltinn fór inn í markið þar sem hann ætlaði ekki að skjóta. „Ég ætlaði að gefa fyrir en það skiptir augljóslega engu máli hvernig boltinn fer inn í markið. Við erum ánægðir og það sem skiptir mestu máli er að við erum komnir í úrslitaleikinn,“ segir Gareth Bale. Real mætir samborgurum sínum í Atlético Madrid í Mílanó í lok maí en það verður endurtekning á úrslitaleiknum 2014 sem Real Madrid vann eftir framlengingu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30 Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33 Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki Portúgalinn er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi og getur bætt við metið gegn Manchester City í kvöld. 4. maí 2016 12:30
Ronaldo: Við vorum betri Cristiano Ronaldo er enn á ný kominn í úrslit Meistaradeildarinnar og var að vonum himinlifandi. 4. maí 2016 21:33
Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár. 4. maí 2016 20:30