Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 4-3 | Sonný Lára hetja Blika í vítakeppninni Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 5. maí 2016 21:15 Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira