Bið KA-manna hlýtur að taka enda í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 07:00 KA-menn hafa beðið lengi eftir Pepsi-deildar leik. Vísir/Ernir Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1 Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira