Fótbolti

Rúnar Már hélt upp á EM-valið með marki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, skoraði fyrra mark Sundsvall í 2-1 sigri gegn Falkenberg í áttundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Rúnar skoraði strax á tólftu mínútu leiksins en skömmu síðar tvöfaldaði Stefan Silva forskot heimamanna áður en gestirnir minnkuðu muninn. Nær komust þeir þó ekki.

Kristinn Steindórsson var einnig í byrjunarliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld með fimmtán stig, jafn mörg stig og Malmö.

Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Örebro sem vann 3-2 sigur á Hammarby á heimavelli. Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby.

Eftir að Örebro komst í 1-0 tók Hammarby forskotið, 2-1. Heimamenn skoruðu svo á 45. og 69. mínútu og tryggðu sér sigurinn. Hammarby er eftir tapið með níu stig í tólfta sæti en liðið er búið að fá á sig fimmtán mörk í átta leikjum.

Hjörtur Hermannsson, sem fer á EM með þeim Ögmundi, Birki og Rúnari Má, stóð svo vaktina í vörn IFK Gautaborgar sem vann Djurgården, 2-1. Tobias Hysén tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 82. mínútu.

Gautaborgarliðið er í fimmta sæti með 14 stig eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×