Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Sema Erla Serdar skrifar 30. apríl 2016 07:00 Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun