Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Sema Erla Serdar skrifar 30. apríl 2016 07:00 Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar