Díana Dögg Magnúsdóttir er genginn í raðir Vals í Olís-deild kvenna frá ÍBV en bæði lið voru send í sumarfrí eftir tap í oddaleikjum í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar á mánudagskvöldið.
Díana verður 19 ára gömul í haust en hún gerir þriggja ára samning við Valsmenn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.
Þessi unga hornakona getur einnig leyst skyttustöðuna hægri megin á vellinum en hún skoraði 61 mark í 24 leikjum fyrir ÍBV í Olís-deildinni á síðasta tímabili.
ÍBV hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á tímabilinu en tapaði svo 2-1 í átta liða úrslitum fyrir Fram. Nýja lið Díönu, Valur, tapaði í oddaleik gegn Stjörnunni.
Díana Dögg genginn í raðir Vals
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti